Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar var stofnuð í október 1997. Frá upphafi hefur VBV haft það að leiðarljósi að leysa verkefni fljótt og örugglega með gæði í fyrirrúmi. Við erum með vottað ISO 9001 gæðastjórnunarkerfi.
Starfsmenn VBV hafa yfir 25 ára reynslu í hönnun samgöngumannvirkja, burðarþolshönnun og vega- og gatnahönnun. Við erum lítill og sveigjanlegur hópur verkfræðinga sem leggur sig fram um að finna hagkvæmar og góðar lausnir fyrir viðskiptavini okkar.

Starfsfólk

  • Bjarni Viðarsson

    Byggingarverkfræði M.Sc.
    s. 896-9540
    bjarni@vbv.is

  • Einar Jóhannsson

    Byggingarverkfræði M.Sc.
    s. 896-6301
    einar@vbv.is

  • Lilja Bjarnadóttir

    Framkvæmdastjóri
    s. 843-0611
    lilja@vbv.is

  • Hannibal Halldór Guðmundsson

    Byggingarverkfræði M.Sc.
    s. 780-2772
    hhg@vbv.is

  • Gautur Þorsteinsson

    Byggingarverkfræði M.Sc.
    s. 588-6288
    gautur@vbv.is

  • Anna Margrét Óladóttir

    Tækniteiknari
    s. 691-1782
    anna@vbv.is

  • Magnús Reynir Rúnarsson

    Tækniteiknari
    s. 849-6562
    magnus@vbv.is

  • Anna Runólfsdóttir

    Tækniteiknari
    s. 663-3566
    ar@vbv.is

  • Yanan Chen

    Umhverfis- og byggingarverkfræði B.Sc.
    s. 625-7783
    yanan@vbv.is

  • Ragnhildur Guðmundsdóttir

    Heilbrigðisverkfræði M.Sc.
    s. 781-9311
    ragnhildur@vbv.is

  • Hafsteinn Svansson

    Umhverfis- og byggingarverkfræði B.Sc.
    s. 691-6270
    hafsteinn@vbv.is

  • Gísli Baldur Sveinsson

    Vélaverkfræði, B.Sc.
    s. 853-8587
    gisli@vbv.is

Gæðastjórnunarkerfi

 

Gæðastjórnunarkerfi VBV ehf. uppfyllir skilyrði ISO 9001:2015 staðalsins. Stjórn VBV hefur jafnframt sett sér gæðastefnu. Gæði vörunnar skulu ávallt vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til hennar í lögum, reglugerðum og hönnunarstöðlum.

VBV stefnir að því að afhenda þjónustu í samræmi við, eða umfram, væntingar viðskiptavina og að það skili sér í ánægðum og traustum viðskiptavinum sem óska eftir áframhaldandi viðskiptum í nýjum verkefnum.

VBV er lítil og sérhæfð rekstrareining með framúrskarandi þekkingu á sviði samgöngumannvirkja og burðarvirkja. VBV leggur áherslu á að það skili af sér hagkvæmum lausnum sem ávallt byggja á fullkominni tækni og nýjustu þekkingu hverju sinni.

VBV stefnir að því að vera skemmtilegur vinnustaður og leggur áherslu á að starfsmönnum líði vel í starfi og hafi gaman að því.

Til að framfylgja gæðastefnu starfrækir VBV gæðastjórnunarkerfi sem byggir á staðlinum ISO 9001:2015. Stjórnendur VBV stuðla að stöðugri bætingu á virkni gæðastjórnunarkerfisins.