Framkvæmdaeftirlit
VBV vinnur við eftirlit með vega- og gatnaframkvæmdum ásamt opinberum veitukerfum og byggingu brúa, undirganga, stoðveggja, vegriða og annarra sammgöngumannvirkja. Einnig annast VBV eftirlit með byggingum og uppspenntum steypumannvirkum. Meðal þeirra eftirlitsverkefna sem stofan hefur tekið að sér má nefna breikkun Hringvegarins í Mosfellsbæ milli Skarhólabrautar og Langatanga, Litluhlíð í Reykjavík og gatnaframkvæmdir í Vogahverfi í Reykjavík.
-
Hringvegur (1) Skarhólabraut – Langitangi
VBV annaðist eftirlit fyrir Vegagerðina með breikkun hringvegarins um Mosfellsbæ í 4 akgreinar. Eftirlitið fólst í eftirliti með jarðvinnu, malbikun og gerð steyptra mannvirkja auk umferðarstýringar á verktíma, gerð mana og útlitsmótun. Verktaki var Loftorka í Reykjavík. Verklok voru í ágúst 2021.
-
Litlahlíð gatnagerð og lagnir
VBV annast eftirlit fyrir Reykjavíkurborg og Veitur við gerð nýrra göngu- og hjólastíga ásamt gerð nýrra undirgangna undir Litluhlíð. Eftirlitið felst í eftirliti með jarðvinnu, endurnýjun lagna, malbikun og gerð steyptra mannvirkja auk umferðarstýringar á verktíma. Verktaki er Háfell.