Vegahönnun

VBV hefur hannað fjölda vegamannvirkja sem byggð hafa verið bæði af Vegagerðinni og Statens Vegvesen í Noregi. Vegahönnun nær einnig til hönnunar hringtorga og annarra vegamóta sem og sérhæfðra veghluta svo sem klifurreina, vigtarplana, stórra bílastæða og bílastæðahúsa.

  • Hafnavegur

    Hönnun á nýrri vegtengingu við Hafnavegar inn á hringtorg Reykjanesbrautar við Stekk.
    Nýi vegurinn er 850 metra langur og tengir Hafnaveg inn á Reykjanesbraut á núverandi hringtorg og leggjast þar með af hættuleg T-gatnamót. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og fækka tengingum inn á Reykjanesbraut, ásamt því að tryggja greiðari samgöngur á svæðinu.
    Hönnunin fór fram veturinn 2017-2018 og framkvæmdinni lauk sumarið 2018.

  • Hringvegur í Mosfellsbæ

    Verkhönnun tvöföldunar hringvegarins í Mosfellsbæ frá Þverholti að Þingvallavegi, ásamt gerð nýs tveggja akgreina hringtorgs við Álafossveg. VBV annaðist vegahönnun, brúar- og lagnahönnun ásamt gerð hljóðmana og samræmingar lýsingarhönnunar. VBV annaðist einnig gerð útboðsgagna og þjónustu á verktíma.

Next
Next

Gatnahönnun